Guðríður Gunnlaugsdóttir - Loppa

Guðríður Gunnlaugsdóttir - Loppa

Kaupa Í körfu

Barnaloppumarkaðurinn opnar í skeifunni 11D „Ég kynntist Barnaloppunni í Danmörku og heillaðist af hugmyndafræðinni,“ segir Guðríður Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri og einn af fjórum eigendum Barnaloppunnar, sem verður opnuð í Skeifunni 11D á laugardaginn. Guðríður, sem bjó í sjö ár í Danmörku, kynntist vel flóamarkaðamenningu Dana sem þeir kalla loppumarkaði. „Ég kynntist Barnaloppunni rétt áður en ég flutti heim til Íslands í desember sl. en það voru tvær mæður sem opnuðu markað þar sem bæði var hægt að kaupa og selja notaða barnavöru. Það er ekki fyrir alla að standa og selja vörur en í Barnaloppumarkaðnum sjáum við alfarið um söluna,“ segir Guðríður og bætir við að seljendur leigi sér bása í húsnæði Barnaloppunnar. Básarnir eru metri á lengd og 1,8 metrar á hæð. Lágmarksleigutími er ein vika, sem kostar 5.990 kr., en hægt er að leigja bás til lengri tíma og allt upp í ár. Allt sem snýr að barnavörum er hægt að selja í Barnaloppunni; föt, leikföng, barnavagna, bílstóla o.fl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar