Málað á vegg - Laugavegur
Kaupa Í körfu
Graffarar fá nú frítt spil og geta skapað sína eigin veröld í litum og myndum á vegg sem komið hefur verið upp við nýbyggingarsvæði við Laugaveginn í Reykjavík. Listamennirnir sem þarna voru að störfum í gær kölluðu verkið sitt Allra veðra von og verður hver að ráða í þá nafngift eftir sínu höfði. Það er líka eðli og inntak listanna að fá fólk til þess að hugsa og velta málunum fyrir sér í nýju samhengi og skálda í skörðin eins og við á hverju sinni. Raunar má segja að miðborgin í Reykjavík sé öll yfir sumartímann stór iðandi pottur alls konar stefna og strauma í listum og menningu þar sem ýmsir viðburðir og sjálfsprottin götulist eru áberandi. Má þar nefna atburði á Listahátíð í Reykjavík sem nú stendur fyrir dyrum. Stærsta listaverkið er þó auðvitað iðandi mannlífið þar sem fólk mætir til að sýna sig og sjá aðra og taka þannig þátt í að móta borgarlífið, sem er í sí- felldri þróun þar sem gætir ólíkra áhrifa úr öllum áttum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir