Þingvellir - Ferðamenn - Ringing
Kaupa Í körfu
Clive Stacey, framkvæmdastjóri bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World, segir farið að draga úr eftirspurn í Bretlandi eftir skipulögðum ferðum til Íslands. Á hinn bóginn sé aukin ásókn í ódýrar og styttri ferðir sem skila litlu í þjóðarbúið. Ferðaskrifstofan hefur skipulagt ferðir til Íslands í 35 ár og flutti í fyrra um 14 þúsund manns til landsins. Stacey segir Ísland orðið svo dýrt að hægt sé orðið að fá skipulagðar ferðir til Nýja-Sjálands á sama verði. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland, hefur áratuga reynslu af skipulagningu ferða fyrir erlenda ferðamenn. Hann segir verulegan samdrátt í bókunum frá Evrópu og evrusvæðinu. Eftirspurnarmynstrið sé að breytast verulega. „Samdrátturinn nemur 22-25% milli ára. Flestir kollegar mínir nefna svipaðar tölur. Bókunarstaðan frá Bandaríkjunum er að vísu betri. Hún er svipuð og í fyrra,“ segir Sævar sem telur aðspurður að meðaltekjur af hverjum ferðamanni séu að minnka talsvert milli ára. Heildartekjur íslenskrar ferðaþjónustu geti því minnkað þótt ferðamönnum fjölgi. Skeið mikillar tekjuaukningar sé að baki, a.m.k. í bili.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir