MSC Meraviglia

Skapti Hallgrímsson

MSC Meraviglia

Kaupa Í körfu

Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkurn tíma hefur komið til Íslands, kom til Akureyrar í morgun. Skipið er 171.598 brúttótonn, 316 metra langt, breiddin er 43 metrar og djúpristan tæpir níu metrar. Farþegar eru um 4.500 og í áhöfn 2.000 manns. Káetur og svítur farþeganna eru á 15 hæðum. MSC Meraviglia er rúmlega 30 þúsund tonnum stærra en MSC Preziosa, sem er stærsta skip sem komið hefur til landsins hingað til. - Ferðamenn af skipinu við Akureyrarkirkju, þaðan sem útsýnið að skipinu er gott og margir notuðu tækifærið og smelltu mynd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar