Grunnur að tvö hundruð íbúða húsum í Norðlingaholti

Grunnur að tvö hundruð íbúða húsum í Norðlingaholti

Kaupa Í körfu

Byggingarsvæði í Urriðaholti Tekinn hefur verið grunnur að fjölbýlishúsum við Elliðabraut í Norðlingaholti í Reykjavík, en á lóðum númer 4-12 verða reistar alls sex byggingar með tíu stigagöngum. Íbúðirnar verða alls tvö hundruð í húsum sem byggingarfyrirtækin Mótx og Þingvangur reisa. „Íbúðirnar verða margar þriggja til fjögurra herbergja eða í þeirri stærð sem markaðurinn kallar eftir. Þarna gefst fólki, sem hefur verið í litlum blokkaríbúðum til dæmis, tækifæri til að stækka við sig án þess þó að fara yfir í sérbýli,“ segir Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri Þingvangs. Hann segir mótauppslátt við Elliðabraut munu hefjast í sumarlok en framkvæmdatíminn verði um tvö ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar