Stór skemmtiferðaskip Skarfabakka

mbl/Arnþór Birkisson

Stór skemmtiferðaskip Skarfabakka

Kaupa Í körfu

Við Skarfabakka í Sundahöfn lágu í gær tvö risavaxin skemmtiferðaskip, þau MSC Meraviglia og Queen Victoria. „Svona stór skip hafa aldrei áður legið samtímis við Skarfabakka,“ segir Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður Faxaflóahafna. MSC Meraviglia, eða „MSC Undrun“ upp á íslensku, er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Íslands og er það 171.598 brúttótonn. MSC Cruises, fyrirtækið sem á skipið, er fyrsta fyrirtækið í skemmtiferðaskipaiðnaðinum sem hefur hlotið heiðursverðlaunin Sjö gullperlur, verðlaun sem eru afhent þeim fyrirtækjum sem huga vel að loftslags-, sjávar- og úrgangsmálum á ferðum sínum um heiminn. Í skipinu eru gríðarstór vatnsrennibrautagarður, fótboltavöllur, keiluhöll og kappakstursbílar ásamt tólf veitingastöðum og fjórum börum. Breska skipið Queen Victoria, sem lá einnig í Sundahöfn í gær, er heldur engin smásmíði. Skipið er 90.049 brúttótonn og býður upp á þrjár sundlaugar, danssal og bíó ásamt fleiru. Saman geta skipin tekið á móti 9.500 manns, 6.500 farþegum og 3.000 áhafnarmeðlimum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar