Pollapönk

Pollapönk

Kaupa Í körfu

Strákarnir í Pollapönki fluttu samansafn af sínum bestu smellum á stofutónleikum Gljúfrasteins í gær. Hljómsveitin Pollapönk var stofnuð árið 2006 sem útskriftarverkefni leikskólakennaranna Heiðars Arnar Kristjánssonar og Haralds F. Gíslasonar frá Kennaraháskóla Íslands. Stuttu síðar gengu Arnar Gíslason og Guðni Finnsson til liðs við sveitina. Sveitin hefur frá upphafi lagt áherslu á að skapa tónlist fyrir börn sem fylgt er eftir af sama metnaði og ef um tónlist fyrir fullorðna væri að ræða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar