Skíðaskálinn í Hveradölum
Kaupa Í körfu
Sigurður Ósmann Jónsson, skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins Ölfuss, segist fyrr í sumar hafa óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun vegna nýs deiliskipulags á Hveradalasvæðinu. Fram kom í frétt hér í Morgunblaðinu sl. laugardag, þar sem rætt var við Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur, forstjóra Skipulagsstofnunar, að nú eftir sumarfrí hjá stofnuninni yrði afgreiðsla á nýju deiliskipulagi á Hveradalasvæðinu sett í forgang og stefnt að því að ljúka afgreiðslu málsins á allra næstu vikum. „Þar sem sumarleyfum er nú lokið hjá Skipulagsstofnun ætla ég að ítreka þessa fundarbeiðni mína við Skipulagsstofnun og vonandi kemst því einhver hreyfing á málið fljótlega,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. Eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins um þetta mál snýst það um að Hveradalir ehf., þar sem Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grey Line, er í forsvari, hefur sótt um það til sveitarfélagsins Ölfuss að fá að gera baðlón og reisa hótel í Stóradal, inn af skíðaskálanum í Hveradölum. Sveitarfélagið Ölfus samþykkti þessi áform í fyrra en síðan þá hefur málið verið til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun. Ásdís Hlökk staðfesti í samtali við Morgunblaðið að óæskilegur dráttur hefði orðið á afgreiðslu stofnunarinnar á þessari tillögu en nú stæði það vonandi til bóta.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir