Strákar að leik við Álatjörn - Borgarbyggð

Strákar að leik við Álatjörn - Borgarbyggð

Kaupa Í körfu

Álatjörn í fólkvanginum Einkunnum, rétt ofan Borgarness, er vinsæll staður til útivistar og náttúruskoðunar. Elvar Bjarki Eggertsson og Einar Ólafur Einarsson nutu sín í þessu umhverfi. Gripu meðal annars stöng til að kanna botninn eins og krakkar stundum gera. Útivistarsvæðið var friðlýst sem fólkvangur fyrir tólf árum en hafði lengi áður verið vinsælt útivistarsvæði Borgnesinga. Landslagið einkennist af jökulsorfnum klettaborgum sem svæðið dregur nafn sitt af, skógi og mýrum. Dýra- og plöntulíf er allfjölbreytt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar