Skelfiskmarkaðurinn Hrefna Sætran

ValgardurGislason

Skelfiskmarkaðurinn Hrefna Sætran

Kaupa Í körfu

Skelfiskmarkaðurinn Hrefna Sætran Nýtt veitingahús, Skelfiskmarkaðurinn, verður formlega opnað á hádegi á morgun, miðvikudag. Það er eitt stærsta veitingahús landsins. Skelfiskmarkaðurinn er á þremur hæðum á Klapparstíg 28 og 30. Hluti staðarins er í nýbyggingu sem tilheyrir Hljómalindarreitnum. Var opnað milli hennar og gamla hússins á Klapparstíg 28 sem var endurbyggt. Á Klapparstíg 30 var lengi skemmtistaðurinn Sirkus. Hrefna Sætran kokkur er einn fimm eigenda Skelfiskmarkaðarins. Greinilegt er að miklu hefur verið kostað til. Gullitað látún er í innréttingum og glansandi marmari í gólfum og burðarsúlum. „Okkur langaði að gera brasseriestað. Hugsunin var sú að gera hann klassískan, eins og hann hefði alltaf verið hérna. Við leituðum til Haf Studio. Ágúst Reynisson, meðeigandi minn, er lærður þjónn. Hann tók virkan þátt í hönnun staðarins. Hönnuðir Haf Studio teiknuðu húsgögnin og ljósin. Hvort tveggja var sérsmíðað á Ítalíu og í Póllandi. Marmarinn kemur frá Ítalíu. Hann var skorinn þar,“ segir Hrefna. Hún segir margt annað á matseðlinum en skelfisk. Boðið sé upp á kjöt, andalæri, smokkfisk, laxatartar og vegan-rétti og svo mætti lengi telja. „Hér verður allt fyrir alla. Við verðum heldur í ódýrari kantinum,“ segir Hrefna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar