Tréhestur í Laxnesi

Morgunblaðið/Rax

Tréhestur í Laxnesi

Kaupa Í körfu

Þetta er flottasta listaverk sem ég hef séð. Þótt ég eigi fleiri málverk og svona þá er þetta það flottasta,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson og hlær þegar blaðamaður spyr um forsögu hests sem hefur verið komið fyrir á hlaði Laxness. „Ég sá svipaðan hest sem þeir bjuggu til og mér fannst hönnunin og allt saman hið mesta listaverk,“ segir hann. „Á 50 ára afmæli Laxness ákváðum við hjónin að kaupa svona hest og gefa okkur og á sama tíma styrkja Ásgarð,“ útskýrir Þórarinn sem rekur Laxnes hestaleigu ásamt eiginkonu sinni Ragnheiði Gíslason. „Mér finnst voða gaman að styrkja þetta verkefni hjá strákunum en svo er hann líka stórglæsilegur. Það komu hvorki meira né minna en fimm bílar fyrir hádegi bara til þess að taka myndir af honum. Allt útlendingar,“ segir Þórarinn og skellir upp úr. Aðspurður segist hann ekki hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti að rukka inn á hlaðið. Listamennirnir sem gerðu hestinn starfa á handverkstæðinu Ásgarði sem er vinnustaður fyrir fólk með þroskahömlun og voru

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar