Gluggaskipti og viðgerðir á St Jósefsspítali

ValgardurGislason

Gluggaskipti og viðgerðir á St Jósefsspítali

Kaupa Í körfu

Gluggaskipti og viðgerðir á St Jósefsspítali Vonast er til þess að fyrsti áfangi Lífsgæðasetursins í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verði tekinn í notkun í byrjun næsta árs. Miklar endurbætur standa yfir á St. Jósefsspítala og ganga afar vel, segir Eva Michelsen, verkefnastjóri Lífsgæðasetursins, aðspurð um stöðu mála. Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að skipta út yfir 200 gluggum og mun ásýnd spítalans færast í sem næst upprunalegt útlit hússins. Síðasta miðvikudag voru liðin 92 ár frá því að húsið var tekið í notkun. Byrjað var á að skipta um glugga á neðstu hæð hússins og nú standa yfir gluggaskipti á fjórðu hæð. Til stendur að taka fjórðu hæðina fyrst í notkun sem og hluta af annarri hæð þar sem inngangurinn er, segir Eva um setrið. „Búið er að teikna upp hurðir í sambærilegum anda og voru upphaflega á St. Jósefsspítala, þannig að við erum að vinna áfram í því að koma útlitinu í upprunalegt horf,“ segir Eva í samtali við Morgunblaðið. Fjölmargar umsóknir borist „Við höfum nú þegar fengið þónokkuð af umsóknum um aðstöðu í Lífsgæðasetrinu og erum núna að vinna úr þeim. Við erum ekki byrjuð að tilkynna hvaða aðilar verða hér með sína starfsemi, það gerist síðar með haustinu,“ segir Eva og telur að eftirspurnin um pláss í setrinu muni einungis aukast. Ljóst er að mikill áhugi er á að hefja fjölbreytta starfsemi á staðnum. Í samtali við Morgunblaðið í maí sl. sagði Eva að í Lífsgæðasetrinu gætu t.d. sjúkraþjálfarar, jógakennarar, sálfræðingar, leirlistarfólk og myndlistarfólk starfað. Einnig gæti verið heilsuefling fyrir eldri borgara eða aðra sem þyrftu á slíku að halda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar