Elín Elísabet Einarsdóttir teiknari
Kaupa Í körfu
Elín Elísabet Einarsdóttir teiknari Íslenskan virðist ekki eiga til orð sem nær að lýsa nægilega vel því sem Elín Elísabet Einarsdóttir starfar við. Á ensku er til orðið „illustrator“ og er kannski best lýst þannig að það lendir á mörkum þess að vera listamaður og myndasöguhöfundur. Sjálf kýs Elín að nota einfaldlega titilinn „teiknari“ en störf hennar spanna allt frá bráðskemmtilegum myndum sem hún birtir í Reykjavik Grapevine og á Facebook yfir í að nota lit og blýant til að miðla daglegu lífi kvenna suður í Senegal þar sem hún dvaldi á sínum tíma um mánaðar skeið. Elín er 25 ára gömul og útskrifaðist fyrir tveimur árum úr teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún segir að þökk sé þessari nýju deild fari teiknarastéttinn hér á landi ört stækkandi: „Bæði dælir skólinn út í kringum fimmtán nýjum teiknurum ár hvert en svo er eftirspurnin eftir hæfileikum þeirra líka að aukast og t.d. orðið vinsælt að fá teiknara á staðinn til að skrásetja mikilvæga viðburði á borð við ráðstefnur, stórafmæli og brúðkaup.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir