Valur - Stjarnan

Valur - Stjarnan

Kaupa Í körfu

Hafsteinn Hafsteinsson Stjörnumaður stöðvar hér Bjarka Sigurðsson, hornamann Vals, allharkalega á Hlíðarenda í gærkvöld. Stjarnan átti hinsvegar enga möguleika á að stöðva Val sem vann auðveldan sigur. Sem fyrr segir fór Valsvörnin á kostum til að byrja með og flest, sem slapp í gegnum hana, sá Róland Eradze markvörður um en hann átti stórleik og Júlíus Jónasson skoraði fjögur af sex fyrstu mörkum Vals með tilþrifum. Við bættist að Valsmenn fengu bónus því slöku skotin urðu líka að marki. Stjörnumenn voru ekki að leika mjög slaka vörn en lítið var um úrræði í sókninni svo að línumaðurinn Eduard Moskalenko brá sér út á völl til að skora mörk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar