Við Reykjavíkurtjörn - Hundur

Við Reykjavíkurtjörn - Hundur

Kaupa Í körfu

Það var þjóðráð að viðra hundinn fyrir helgi enda ekki útlit fyrir að hundi verði út sigandi í dag, laugardag. Varað er við miklu hvassviðri og útlit fyrir suðvestan 15 til 23 metra á sekúndu en vindhviður til fjalla, einkum á Vestfjörðum, Tröllaskaga og á Austfjörðum, geta náð allt að 40 metrum á sekúndu seint í kvöld. Ekki svo að skilja að hundinum hafi verið það efst í huga, þar sem hann rölti í hægðum sínum með eigandanum, nú eða viðraranum, við Ráðhús Reykjavíkur. Og þó, gjarnan er nefnilega sagt að hundar finni á sér þegar óveður er í nánd. Gott ef hann er ekki lítið eitt áhyggjufullur á svipinn og gæti vel hugsað með sér: „Kemur nú enn ein lægðin yfir landið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar