Fossvogsskóli - Mygla - Myglusveppur

Fossvogsskóli - Mygla - Myglusveppur

Kaupa Í körfu

Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur miðvikudaginn 13. mars vegna raka- og loftgæðavandamála. Skólastarf verður í skólanum í dag og fram á miðvikudag. Skipulagsdagar skólans verða á fimmtudag og föstudag og fellur kennsla niður. Hún á að hefjast að nýju annars staðar mánudaginn 18. mars. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúa skóla- og frístundasviðs, umhverfisog skipulagssviðs, heilbrigðiseftirlits og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu síðdegis í gær. Eftir það fór Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, á fund með skólaráði Fossvogsskóla. Þar var mikil eining um aðgerðirnar sem boðaðar voru í gær, að sögn Helga. Hann mun hitta skólaráðið aftur nú síðdegis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar