Ríkissáttasemjari - Sáttafundur VR - Efling -
Kaupa Í körfu
Ríkissáttasemjari - Sáttafundur VR - Efling - Verkalýðsfélag Grindavíkur við Samtök Atvinnulífsins Hóteleigendur og yfirmenn hótela ætla margir að vinna störf hreingerningafólks í Eflingu sem fer í verkfall kl. 10.00 í dag og til kl. 23.59 í kvöld. Forsvarsmenn tveggja af stærstu hótelkeðjum landsins, Íslandshótela og CenterHotels, telja að hótel þeirra geti yfirstigið verkfallið í dag. Staðan sé þó erfið og til lengdar gangi svona ástand ekki. Á sex hótelum CenterHotels eru um 600 gistirými og pláss fyrir 1.200 gesti. „Við reiknum með að komast yfir þetta,“ sagði Kristófer Oliversson, eigandi og framkvæmdastjóri CenterHotels og formaður FHG - fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann ætlar að ganga í störf hótelþerna í dag. Íslandshótel reka sex hótel í Reykjavík með ríflega 1.000 herbergjum. Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri sagði að um leið og þau vissu af verkfallsaðgerðunum hefði verið lokað fyrir bókanir nýrra gesta í dag. Davíð sagði að skaðinn væri því þegar orðinn.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir