Veitt í soðið

Veitt í soðið

Kaupa Í körfu

Ísland er í neðsta sæti á nýjum lista fyrirtækisins AirVisual yfir loftmengun í löndum heims. Fyrirtækið tók saman tölur um svifryksmengun um allan heim á síðasta ári. Niðurstöður þess sýna að meirihluti jarðarbúa andar að sér menguðu lofti með tilheyrandi hættum. Í ljós kom að 86% landa þar sem nægileg gögn voru fyrir hendi ná ekki að uppfylla heilbrigðisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Í helmingi landanna sýna mælingar að loftmengun er yfir 200% yfir viðmiðunum. Talið er að vandinn sé í raun enn stærri því gögn skorti víða. Til að mynda hafi mælingar aðeins nýlega hafist í Pakistan og landið skýst í annað sætið yfir mestu loftmengun í heiminum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar