Berglind Alda Ástþórsdóttir leikkona

Berglind Alda Ástþórsdóttir leikkona

Kaupa Í körfu

Hvernig hafa sýningar á Fyrsta skiptinu gengið? Þetta hefur gengið vel og uppselt á hverja sýninguna á fætur annarri. Allt erfiðið og baslið er að skila sér. Hverju hefur þú lent í sjálf sem rataði beint í leikritið? Fyrsti kossinn minn fór beint í leikritið, enda var hann vandræðalegri en allt vandræðalegt. Þetta var fyrsti kossinn hjá okkur báðum og ég taldi niður upphátt; 5, 4, 3, 2 og 1 og horfði í augun á honum og kyssti hann svo. Kossinn stóðst ekki væntingar; þetta var hræðilegt í alla staði. Var ekkert erfitt að tala um viðkvæma reynslu unglingsáranna á sviði? Jú, það var smáerfitt á fyrstu sýningum þegar mamma og pabbi voru í salnum og ég að deila einhverju persónulegu. En nú er mér alveg sama. Hvenær kviknaði leiklistarbakterían? Ég hef alltaf verið eitthvað að flippa. Ég byrjaði þegar ég var lítil að klæða mig í búninga og vera með atriði fyrir mömmu og pabba. En þetta hófst fyrir alvöru í Versló en þar tók ég þátt í söngleikjunum. Það var rosalega gaman; ég sakna þess núna þegar ég er hætt þar. Hvað ertu að gera núna í lífinu fyrir utan að leika í Fyrsta skiptinu? Ég er á fullu að undirbúa mig fyrir prufur í leiklistarskóla í London en draumurinn er að fara þangað í leiklistarnám. Það heillar mig meira að læra úti og prófa að fara út fyrir landsteinana. Hefurðu verið að skrifa fleiri leikrit? Nei, en ég er hvergi nærri hætt! Fáum við þá að sjá meira af þér í framtíðinni? Bara 100%. Ég ætla rétt að vona það.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar