Bólusetning

Haraldur Jónasson/Hari

Bólusetning

Kaupa Í körfu

Bólusetning vegna flensu á heilsugæslustöðinni í Árbæ „Við leggjum áherslu á að við erum að bólusetja forgangshópana núna og biðjum aðra að koma ekki fyrr en í næstu viku,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, settur framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ráðist verður í bólusetningarátak á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi um helgina til að sporna við útbreiðslu mislinga hér á landi. Í tilkynningu frá sóttvarnarlækni kemur fram að ákveðið hafi verið að grípa til ýtrustu varúðarráðstafana eftir að grunur vaknaði um fimmta mislingatilfellið hér á landi í fyrrakvöld. Síðdegis í gær kom staðfesting frá veirufræðideild Landspítala á fimmta smitinu. Umræddur einstaklingur er starfsmaður á leikskóla á Egilsstöðum og komst í snertingu við þann aðila sem kom með flugi til Egilsstaða hinn 15. febrúar og greindist síðar með mislinga

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar