Pétur Gunnarsson og Polina

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Pétur Gunnarsson og Polina

Kaupa Í körfu

Augu þeirra mættust á dansgólfinu eins og í rómantískri skáldsögu einn góðan veðurdag í miðri danskeppni í London árið 2016. Pétur Fannar Gunnarsson ákvað að stíga skrefið og nálgaðist Polinu Poddr frá Úkraínu og kynnti sig. Það reyndist gæfuspor því stuttu síðar voru þau orðin danspar og ekki leið á löngu þar til ástin kviknaði. Þrjú ár í röð, 2016, 2017 og 2018 urðu þau heimsmeistarar í latíndönsum undir 21 árs en eru nú farin að keppa í flokki fullorðinna. Óhætt er að segja að þau hafi smollið saman en þrotlaus vinna skilaði þeim á verðlaunapallinn í þrígang. Á köldum og fallegum marsdegi settist dansparið unga niður með blaðamanni og leiddi hann í allan sannleikann um hinn töfrandi en jafnframt krefjandi heim dansara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar