Grenivík

Kristján Kristjánsson

Grenivík

Kaupa Í körfu

BÖRNIN á leikskólanum Krummafæti á Grenivík, voru í miklum framkvæmdahug er ljósmyndari Morgunblaðisins var þar á ferð. Þau voru m.a. að mála útihúsin á leikskólalóðinni og notuðu pensil og vatn til verksins. Það var kannski eins gott að þau notuðu vatn en ekki málningu, því ekki er víst að kuldagallarnir sem börnin klæddust hefðu sloppið við málningarslettur og pensilför í öllum látunum. Það gerði alla vega minna til þótt eitthvað af vatni færi í fötin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar