Margæsir

Margæsir

Kaupa Í körfu

Margæsir eru alfriðaðar á Íslandi. Þær eru fargestir á Íslandi og hafa hér viðkomu á leið til og frá varpstöðvum sínum í heimsskautahéruðum NA-Kanada. Fyrstu fuglarnir koma frá Írlandi í byrjun apríl og þeim fjölgar jafnt og þétt til 10. maí en þá er hámarki náð. Gæsirnar eru við strendur Faxaflóa og við sunnanverðan Breiðafjörð þangað til þær fljúga á brott síðustu daga maímánaðar. Þær fara héðan um 3000 km leið á varpstöðvar og er algengt að þær fljúgi þá leið í einni lotu á þremur sólarhringum. Leið þeirra liggur yfir Grænlandsjökul í allt að 2400 metra hæð yfir sjó. Þetta flug er mjög erfitt fyrir margæsirnar, þær eru spikfeitar, þær hafa safnað orkuforða og eiga því í erfiðleikum með að ná nógu mikilli flughæð til að komast yfir jökulinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar