Ísland - Kvennalandslið - Handbolti - Æfing

Ísland - Kvennalandslið - Handbolti - Æfing

Kaupa Í körfu

Arna Sif Pálsdóttir. - Nú styttist í að kvennalandsliðið í handknattleik muni glíma við Spán í umspili fyrir HM 2019. Liðin mætast ytra 31. maí og aftur í Laugardalshöll hinn 6. júní. „Það er ekkert leyndarmál að þær eru rosalega öflugar en það er ótrúlega skemmtilegt að fá að spila á móti svo góðu liði. Þær eru mjög kvikar, harðar í vörninni og hreyfanlegar. Í sókninni sækja þær endalaust á vörnina og það verður því gaman að mæta þessu liði. Ég held að þessi áskorun muni kveikja svolítið í okkur og vonandi getum við verið í sama gæðaflokki en við þurfum að skora eitt mark í einu,“ sagði Arna Sif Pálsdóttir, einn leikreyndasti leikmaður íslenska liðsins, þegar Morgunblaðið ræddi við hana á landsliðsæfingu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar