Tígultáti

/Eyjólfur Vilbergsson

Tígultáti

Kaupa Í körfu

Sjaldgæfur tígultáti barst til landsins frá Ameríku á mánudaginn og var hann merktur í trjálundi við Seltjörn á Reykjanesskaga. Hann hefur að öllum líkindum borist hingað með lægðagangi helgarinnar sem hefur feykt honum úr vesturvegi hingað til lands. Sömu sögu er að segja um talsverðan fjölda af evrópskum smáfuglum, sem glöddu fuglaáhugamenn um helgina. Þeir hafa borist til landsins með sterkri austanátt og fleiri gætu verið á leiðinni miðað við veðurspár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar