Leikskólabörn á Akureyri í morgunsólinni

/Þorgeir Baldursson

Leikskólabörn á Akureyri í morgunsólinni

Kaupa Í körfu

Morgunsólin lék við börn úr leikskólanum Krógabóli á Akureyri þegar þau fengu sér göngutúr í gær og komu við á leikvelli í grenndinni. Rólan er alltaf eftirsótt og vegasaltið einnig. Eins og sjá má hefur haustið tekið yfir í trjánum og öðrum gróðri, enda rúm vika liðin af október. Samkvæmt veðurspám fer heldur að kólna norðanlands og hætt við að gráni í fjöll. Því er um að gera að nýta góða veðrið á meðan það gefst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar