Yfirvofandi verkfall - Nemendur MS

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Yfirvofandi verkfall - Nemendur MS

Kaupa Í körfu

Nemendur búast við löngu verkfalli NEMENDUR í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Menntaskólanum við Sund virðast ekki vera sáttir við að þurfa að missa kennslu vegna verkfalls kennara. Viðmælendur blaðamanns Morgunblaðsins sögðust ýmist ætla að læra eða vinna ef til verkfalls kæmi, en einn ætlaði að skella sér til Frakklands í viku. Það er þó ljóst að nánast allir búast við verkfalli og til marks um það eru flestir framhaldsskólarnir búnir að skipuleggja svokallaða verkfallsdansleiki á þriðjudaginn, sama dag og kennarar hafa boðað til verkfalls. MYNDATEXTI: Þær Sara Hrund Gunnlaugsdóttir (t.v.), Unnur Ögmundsdóttir, Berglind Hermannsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir, nemendur í MS, sögðust vonast til þess að samið yrði fljótlega við kennara til þess að forðast langt verkfall.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar