Fossvogsskóli - Mygla - Myglusveppur

Fossvogsskóli - Mygla - Myglusveppur

Kaupa Í körfu

„[M]iðað við umfang skemmda þá er umfangsmikilla viðgerða og endurnýjunar þörf í skólanum. Sem bráðalausnir þarf að horfa sérstaklega á helstu orsakir skemmda í rýmunum þar sem nemendur og starfsmenn eru. Ljóst er að framkvæmdir þessar eru aðeins til þess fallnar að gera rýmin betri m.t.t. íveru en ekki er hægt að ráðast í fullnaðarframkvæmdir á meðan nemendur og starfsmenn eru í skólanum.“ Á þessum orðum hefst minnisblað Verkís um Fossvogsskóla í Reykjavík þar sem grípa þarf til róttækra aðgerða vegna raka og myglu í skólahúsnæðinu. Munu framkvæmdir hefjast fljótlega og má því búast við mikilli röskun á hefðbundnu skólastarfi næstu vikurnar. Strax við lok skólaárs verður svo ráðist í enn umfangsmeiri framkvæmdir, en Verkís mun samkvæmt minnisblaði reglulega fylgjast með ástandinu í skólanum það sem eftir er skólaárs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar