Sveinsstykki Loftkastalinn

Sveinsstykki Loftkastalinn

Kaupa Í körfu

EIGINLEGA ætlast maður alls ekki til að afmælissýningar séu frábærar. Það er vissulega betra að þær séu ekki algjör stórslys, en þær ná algerlega tilgangi sínum þótt afmælisbarnið geri ekki annað en sýna að það er enn í fullu fjöri, gefi smásýnishorn af því hvers vegna er yfirhöfuð ástæða til að fagna tímamótunum. Síst af öllu gera áhorfendur ráð fyrir að í afmælissýningum sé tekin listræn áhætta. Að sumu leyti er það verra - hvað ef allt mislukkast? Hvaða gagnrýnanda langar til að segja afmælisbarni til syndanna? MYNDATEXTI: Sveinsstykki er verulega áhrifamikil sýning - magnaður flutningur á frábæru leikriti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar