Varðskipið Óðinn siglir á ný
Kaupa Í körfu
Klukkan 13.00 í dag, mánudaginn 11. maí, lætur hið gamla varðskipi Óðinn úr höfn við Vesturbugt, en um er að ræða prufusiglingu þar sem aðalvélar Óðins verða gangsettar að nýju eftir nokkurra ára hvíld. Félagar í Hollvinasamtökum Óðins hafa síðustu ár unnið að viðhaldi varðskipsins og því að endurræsa aðalvélarnar, sem er einn stærsti áfanginn í viðhaldi og viðgerð skipsins. Óðinn er án efa eitt allra merkasta skip okkar Íslendinga og saga hans er samofin sögu þjóðarinnar á síðari hluta 20. aldar. Óðinn tók þátt í landhelgisdeilum á Íslandsmiðum, auk þess sem hann kom mikið við sögu í ýmsum björgunaraðgerðum við Íslandsstrendur. Frá árinu 2008 hefur Óðinn verið varðveittur sem safnskip við Vesturbugt í Reykjavík. Hann er í eigu Hollvinasamtaka Óðins, en starfsemin er hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík. Óðinn er einn vinsælasti og glæsilegasti hluti safnsins og sannkölluð hafnarprýði. Um 35 manns koma að þessum viðburði, vélstjórarnir sem til margra ára hafa unnið að þessum undirbúningi, starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands, skipherra, stýrimaður, hásetar o.fl., fulltrúar Faxaflóahafna, yfirhafnsögumaður, stjórnarmenn Hollvinasamtakanna og fulltrúi Borgarsögusafns Reykjavíkur - Sjóminjasafnsins.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir