Verslunin Strax á Ólafsfirði

Kristján Kristjánsson

Verslunin Strax á Ólafsfirði

Kaupa Í körfu

Starfsfólk verslana í utanverðum Eyjafirði vart við breytingar Aukinn straumur fólks í verslunarferðir til Akureyrar STARFSFÓLK verslana á Dalvík og Ólafsfirði verður vart við að íbúar á þessum svæðum sækja töluvert í verslanir á Akureyri, en margir eru á því að nýjabrumið skipti þar einhverju, þ.e. opnun nýrrar verslunarmiðstöðvar á Glerártorgi og Bónus-verslunar.//Helga Jónsdóttir, verslunarstjóri Strax í Ólafsfirði, sagðist hafa orðið vör við minni verslun nú fyrir jólin en áður. "Við áttum von á þessu," sagði hún. "Það var ekki við öðru að búast en fólk myndi sækja verslun til Akureyrar nú þegar búið er að opna þar nýjar búðir. Það hefur alltaf verið eitthvað um að fólki fari inneftir að versla, en það er meira um það núna." MYNDATEXTI: Starfsfólk Strax í Ólafsfirði á von á að fólk muni í auknum mæli sækja verslun til Akureyrar eftir að þar voru opnaðar nýjar verslanir nýlega. myndvinnsla akureyri. Starfsfólk Strax í Ólafsfirði átti von á að fólk myndi í auknum mæli sækja verslun til Akureyrar eftir að þar voru opnaðar nýjar verslanir nýlega. mbl. Kristján.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar