útför Styrmis Gunnarssonar

útför Styrmis Gunnarssonar

Kaupa Í körfu

Hallgrímskirkja Styrmir Gunnarsson jarðsunginn Útför Styrmis Gunnarssonar, rit- stjóra Morgunblaðsins til áratuga, fór fram í Hallgrímskirkju í gær. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir jarðsöng. Fjöldi tónlistarmanna lék tónlist við útförina, þeirra á meðal Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari, Harpa Ósk Björnsdóttir sópran, Helga Bryndís Magnús- dóttir píanóleikari, Hanna Dóra Sturludóttir messósópran og Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari. Kórinn Schola Cantorum undir stjórn Steinars Loga Helgasonar söng við útförina. Irma Sjöfn flutti minningarorð ásamt þeim Héðni Unnsteinssyni og Fríðu Björk Ingvarsdóttur. Kistuna báru úr kirkju (talið frá fremsta manni til vinstri): Ágúst Páll Haraldsson, Hrafnhildur Huld Smáradóttir, Styrmir Hjalti Haraldsson, Grímúlfur Finnbogason Ginter, Corto Jabali, Halla Gunnarsdóttir, Ómar Jabali og Thurayn Harri Hönnuson Thant Myint-U. Styrmir fæddist í Reykjavík hinn 27. mars 1938. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 20. ágúst síðastliðinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar