Sauðárkrókur í sumarsól

Sauðárkrókur í sumarsól

Kaupa Í körfu

Sauðárkrókur í sumarsól Fegurð Skýin röðuðu sér skemmtilega upp yfir Skagafirði þegar ljósmyndari blaðsins átti nýverið leið um Sauðárkrók. Hér sést vel yfir gamla bæinn á Króknum og Eyrina, þaðan út á ysta haf þar sem eyjarnar Drangey og Málmey blasa við, ásamt Þórðarhöfða. Húsin í bænum og þökin eru mörg hver litrík og í góðu skjóli undir Nöfunum hafa trén fengið að vaxa óáreitt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar