Norræna nemakeppnin í matreiðslu - Menntaskólinn í Kópavogi

Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Norræna nemakeppnin í matreiðslu - Menntaskólinn í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Norræna nemakeppnin í matreiðslu - Menntaskólinn í Kópavogi Æfðu meistaratakta í matreiðslu Góð tilþrif sáust um helgina þegar ungir mat- og framreiðslumenn æfðu fyrir Norrænu nemakeppnina í faggreinum sínum. Sú verður í Menntaskólanum í Kópavogi síðar í þessum mánuði og þar var æft nú. Þegar að keppni kemur mæta frá hverju norrænu landi um sig tveir keppendur í matreiðslu og aðrir tveir í framreiðslu. Matreiðslunemarnir útbúa meðal annars fjögurra rétta málsverð og keppa í því en framreiðslunemarnir í vínfræðum, borð- skreytingu, pörun matseðla og vína og fleiru slíku. Keppendur Íslendinga í matreiðslu nú eru Klara Lind Óskarsdóttir og Guðmundur Hall- dór Bender og sjást þau á myndinni hér til hliðar Í framreiðslu keppa Petra Sif Lárus- dóttir og Tumi Dagur Haraldsson. Undanfarin ár hafa íslenskir mat- og framreiðslunemar raðað sér efstu sætin í norrænu keppninni þar sem þátttakendur eru alls 20.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar