Eldgos í mererdölum

Eldgos í mererdölum

Kaupa Í körfu

Eldgos í mererdölum Stefnt var að því í gær að lagfæra gönguleið A við eldgosið frá því klukkan fjögur í nótt og verður þeirri vinnu lokið klukkan níu í dag. Með þessum lagfæringum er miðað að því að gera leiðina greið- færari almenningi. Á meðan var göngufólki bent á að nýta sér gönguleið C. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 4.697 ein- staklingar um gossvæðið í fyrra- dag. Tveir gönguhópar, annar þrettán manna og hinn fimm manna, villtust af leið aðfaranótt gærdagsins. Hraunið virðist hafa breytt um stefnu en það rennur nú til norðurs en ekki suðurs. Raun- veruleg framleiðni í eldgosinu, með tilliti til holrýmis, mældist um 15 rúmmetrar á sekúndu á föstudag fyrir viku, en vika er liðin frá því að eldfjalla- og náttúruvárhópur Há- skóla Íslands framkvæmdi síðustu mælingar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar