Reykjavíkurmaraþon endahliðið sett upp

Reykjavíkurmaraþon endahliðið sett upp

Kaupa Í körfu

Unnið var að því seint í gærkvöldi að setja upp endamarkið fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Ræst verður bæði í heilu og hálfu maraþoni klukkan 8.40 í dag, en maraþonið markar alla jafna upphaf Menningarnætur. Hátíðin verður formlega sett í Hörpu klukkan 13 og verða ýmsir viðburðir, stórir og smáir, haldnir víðs vegar í borginni yfir daginn. Matarvagnar og sölubásar verða víða í miðborginni og búist er við þurru veðri og mildu í borginni. Flugeldasýning bindur endi á hátíðarhöldin klukkan 23.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar