Blönduós 26. ágúst

Blönduós 26. ágúst

Kaupa Í körfu

Tendruðu kerti á íþróttavellinum á Blönduósi til þess að sýna samhug Talsverður fjöldi fólks kom saman á íþróttavellinum á Blönduósi í gær og kveikti á friðarkertum til þess að sýna þeim samhug og hluttekningu sem eiga um sárt að binda um þessar mundir vegna nýliðinna voðaverka í bænum. Ekki voru þar einungis bæjarbúar heldur kom fólk víða að. Kertin voru lögð á hlaupabrautina allan hringinn í ljósaskiptunum. Sveitarstjórn Húnabyggðar útvegaði kertin. Viðstaddir héld- ust í hendur og mynduðu hring ásamt kertunum. Veður var fallegt og stundin lét engan ósnortinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar