Ísland - Holland

Ísland - Holland

Kaupa Í körfu

Undankeppni hm Aðeins munaði 90 sekúndum að Ísland tryggði sér í gærkvöld sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu í fyrsta skipti. Þegar komið var fram í uppbótartíma og allt stefndi í markalaust jafntefli gegn Hollendingum í Utrecht, sem hefði fært íslenska liðinu farseðlana til Ástralíu og Nýja- Sjálands næsta sumar, skoraði hollenska liðið sigurmark leiksins, 1:0. Þar með þarf Ísland að fara í umspil um sæti í lokakeppninni en dregið verður á föstudaginn kemur. Ís- lenska liðið situr hjá í fyrstu umferð vegna góðs árangurs í undankeppninni og spilar því hreinan úrslitaleik um HM- sætið þann 11. október. Helmingslíkur eru á að hann fari fram á Laugardalsvellinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar