Gæsamaður

Rax /Ragnar Axelsson

Gæsamaður

Kaupa Í körfu

TJARNARGÆSIRNAR hafa vetursetu hér á landi, ólíkt öðrum villtum íslenskum grágæsum sem fara til Bretlandseyja. Þetta mun vera eini grágæsahópurinn sem hefur vetursetu hér á landi. Gæsastofninn á Reykjavíkurtjörn er kominn út af tömdum grágæsum sem sleppt var á Tjörnina á árunum 1953-57, að því er segir í bókinni Tjörnin, saga og lífríki (Reykjavíkurborg, 1992). Fyrst var grágæsapari sleppt þar 1953 en náði ekki að fjölga sér og drapst. Gaukur Jörundsson mun hafa sleppt pari 1957 og aðrir fimm gæsum til viðbótar. Gæsir úr þessum sleppingum munu hafa orpið 1957 og stofninn tók að vaxa. Jólatalningar Náttúrufræðistofnunar veturinn 1962-63 sýndu að gæsirnar voru orðnar um 50 talsins, en tvöfalt fleiri veturinn 1968-69. Á árunum 1973-81 var hópurinn minnstur um 60 gæsir og allt upp í 165. Síðan fjölgaði gæsunum mjög og voru þær orðnar um 500 veturinn 1990-91. Dregið úr matargjöfum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar