Álftir við Tjörnina

Rax /Ragnar Axelsson

Álftir við Tjörnina

Kaupa Í körfu

Álftir í eltingarleik TILKOMUMIKIL sjón blasti við ljósmyndara Morgunblaðsins er hann átti leið hjá Tjörninni í Reykjavík. Þar brugðu nokkrar álftir á leik ásamt nokkrum öðrum fuglategundum sem þar halda jafnan til og menn þekkja, eltu hver aðra og nánast "hlupu" eftir vatninu. Þess á milli datt allt í dúnalogn og leikurinn var síðan endurtekinn. Þannig hélt bægslagangurinn áfram og fer ekki sögum af neinum þreytumerkjum á fuglunum. EKKI ANNAR TEXTI

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar