Hauststemming við Silungapoll

Ingólfur Guðmundsson

Hauststemming við Silungapoll

Kaupa Í körfu

Þó að fullyrt sé í texta Þorsteins Einarssonar og Einars Georgs Einarssonar, Haust, að árstíðin sé tregafullur tími er ekki annað að sjá á þessum hundi en hann kunni ágætlega við haustið. Litir haustsins eru ríkjandi um land allt þessa dagana á meðan gengið er á fjöll og dali og fé smalað í réttir. Veðrið hefur leikið við landann undanfarið og er haustið alls ekki svo slæmt á meðan sólin skín enn enda heldur lagið áfram; „og uppi í fögru fjöllum fellur mjöllin hrein“. Enn er þó ekki farið að snjóa við Silungapoll, þar sem myndin er tekin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar