Vegaframkvæmdir

Vegaframkvæmdir

Kaupa Í körfu

Umferð á Suðurlandsvegi um Lækjarbotnabrekku, skammt fyrir ofan Reykjavík, er nú og verður á næstunni beint um hjáleið norðan við veginn. Verið er að breikka hringveginn um þessar slóðir og því fylgir meðal annars gerð undirganga. Ætla má að framkvæmdir þessar standi yfir í fjórar til fimm vikur og á meðan er umferðarhraði á þessum slóðum lækk- aður niður í 50 km/klst. Slíkt ætti tæpast að trufla vegfar- endur því bráðum kemur betri vegur í þessari brekku auk þess sem breikkun Suðurlandsvegar í Ölfusi og undir Ingólfs- fjalli er langt komin. Allt miðar þetta svo að því að styrkja innviði samfélagsins og auka umferðaröryggi og takist slíkt má segja að til nokkurs sé unnið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar