Siglufjörður, snjókoma 6. okt 2022

Sigurður Ægisson

Siglufjörður, snjókoma 6. okt 2022

Kaupa Í körfu

Veturinn gerir nú vart við sig, en í gær var hvít jörð til að mynda á Siglufirði, þar sem þessi mynd var tekin. Þá var snjór yfir í Fljótum og Sléttuhlíð í Skagafirði. Hins vegar var auð jörð í byggðunum inn með Eyjafirði. Annars staðar á landinu var föl á nokkrum fjallvegum, svo sem á Steingríms- fjarðarheiði vestra og á Fjarðarheiði austur á landi. Snjó- koma þegar tæp vika er liðin af október þarf ekki að koma á óvart en allt eins er líklegt að snjóinn taki upp fljótlega. Á höfuðborgarsvæðinu er Esjan ágætur kvarði á veðurfar. Hún er nú orðin hvít í efstu brúnum og aldrei fór svo að skaflinn frægi í Gunnlaugskarði hyrfi alveg á árinu þó jafnvel hefði verið búist við því á tímabili

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar