Tröllsandlit

Guðlaugur Albertsson

Tröllsandlit

Kaupa Í körfu

Tröllkarl í leyni í Reykjagili Tröllkarl einn liggur í leyni í gili í Tálknafirði. Gilið heitir Reykjagil og er í Norður-Botni sem ekki er fjölfarinn staður enda þröngt um og erfitt að komast þar að. Guðlaugur Albertsson fréttarit- ari Morgunblaðsins var að fljúga drónamyndavél yfir gilinu og átti hvorki von á tröllum né mönnum. Hann var því ánægður þegar hann var að skoða mynd- irnar í tölvunni að sjá greinilegt höfuð trölls á árbakkanum á milli fossanna. Andlitið snýr frá ánni. Búkurinn sést þó ekki, er greinilega grafinn ofan í gilið. Guðlaugur segir að töluvert hrun sé í þessu gili og því ekki ráðlegt að fara þangað í leysingum. Þarna séu margir klettar og steinar sem þurfi ekki mikla hreyfingu til að losna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar