Fold uppboðshús

Fold uppboðshús

Kaupa Í körfu

Málverkauppboð 78 listaverk voru boðin upp hjá Gallerí Fold í gærkvöldi Alls voru 78 listaverk á uppboði í Gallerí Fold í gærkvöldi. Dýrasta verk kvöldsins var Sumarfantasía eftir Jóhannes S. Kjarval en olíu- málverkið seldist á 6,2 milljónir króna. Uppboðshaldarinn Jóhann Ágúst Hansen segir að ekki sé um að ræða met fyrir verk Kjarvals, „en þetta er í hærri kantinum“. Hann segir að flest verkin hafi selst nálægt verðmati listmunasal- ans en nefnir þó bronsstyttu eftir Ásmund Sveinsson sem var metin á 650 til 750 þúsund krónur en fór þriðjung yfir mat. Þá fór olíumál- verk Nínu Tryggvadóttur fjórðung yfir mat en verðmat verksins var 1,3 til 1,5 milljónir. „Það má segja að Nína, Ásmundur og Kjarval hafi staðið upp úr,“ segir Jóhann en á myndinni má sjá verkið Haustliti eftir Kjarval ásamt vegg- teppi eftir Júlíönu Sveinsdóttur. Teppið fór einnig á matsverði sem var 1,1 til 1,3 milljónir. Jóhann segir að það séu tíðindi þar sem ekki mörg veggteppi eftir Júlíönu hafi farið á uppboð

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar