Indland - Dagbók ljósmyndara 4

Einar Falur Ingólfsson

Indland - Dagbók ljósmyndara 4

Kaupa Í körfu

Bókin á bögglaberanum Dagbók ljósmyndara Cochin, Indlandi, 11. janúar. Það er ekki víst að öllum þyki merkilegt að sjá velkta og lesna bók á bögglabera á reiðhjóli pilts sem leikur sér í krikket með félögum sínum. ENGINN MYNDATEXTI. Bókin á bögglaberanum Cochin, Indlandi, 11. janúar. Það er ekki víst að öllum þyki merkilegt að sjá velkta og lesna bók á bögglabera á reiðhjóli pilts sem leikur sér í krikket með félögum sínum. En þessi bók segir mikið um hugarástand fólksins sem byggir fylkið Kerala syðst á Indlandi. Læsi á Indlandi er rétt rúmlega 50% en í Kerala er það 97% og menntunarstig íbúanna það lang besta á landinu. Fylkið með næst mesta læsið stærir sig af 70%. En í Kerala er bóklestur vinsæll, meðal allra aldurshópa, og ein helsta alþýðuhetjan er rithöfundur frá Kerala, Arundhati Roy sem skrifaði Guð hins smáa og fékk Booker-verðlaunin fyrir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar