Dagbók ljósmyndara 1

Einar Falur Ingólfsson

Dagbók ljósmyndara 1

Kaupa Í körfu

Ákveðnar móttökur betlibarna Mumbai, Indlandi, 8. janúar. Ágeng betlibörn, hvött áfram af mæðrum sem halda sig fjær, safnast að ferðalöngum um leið og þeir eru lausir úr vernduðu umhverfi flugstöðvarinnar í borginni Mumbai, sem áður hét Bombay. Í Mumbai eru enn og aftur greinilegar hinar margumtöluðu andstæður indversks samfélags. Þessi átján milljón manna borg leggur samfélaginu til meira en fjórðung þess tekjuskatts sem innheimtur er í þessu ríki milljarðs íbúa, en engu að síður er stærsta fátækrahverfi Asíu umhverfis flugvelli borgarinnar. Þannig má hlið við hlið finna marga ferkílómetra byggð af kassafjala- og bárujárnskofum og miðborg þar sem fermetraverðið jafnast á við það í New York og Tókýó.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar