Indlandsmót

Einar Falur Ingólfsson

Indlandsmót

Kaupa Í körfu

Kochi, Kerala,Indlandi, 9. janúar. Netagerð á æfingavelli. Indverskur verkamaður hnýtir net á markramma æfingavallar þar sem íslenska knattspyrnulandsliðið æfði seinnipartinn í gær, þegar þeir voru til Kochi í Kerala þar sem leikið verður í öðrum riðli árþúsundamótsins. Netagerðinni var lokið í þann mund sem æfingunni lauk, en það kom ekki að sök þar sem Atli Eðvaldsson þjálfari lét leikmenn ekki æfa markskot á þessum velli sem stendur við menntaskóla nokkurn og er umlukinn myndarlegum pálmatrjám.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar