Þrettándagleðin í Vestmannaeyjum

Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson

Þrettándagleðin í Vestmannaeyjum

Kaupa Í körfu

Þrettándagleðin í Vestmannaeyjum fór fram með hefðbundnum hætti í gær, en hún á sér áratugahefð í bænum. Fór mikil skrúðganga með Grýlu og Leppalúða í broddi fylkingar um bæinn í fylgd með jólasveinunum þrettán, tröllum af öllum stærðum auk álfa og púka. Þrátt fyrir mikinn snjó og ófærð var ekki brugðið út af vananum þetta árið. Eins og alltaf var fjöldi í skrúðgöngunni og skemmtu sér all- ir vel. Haldið var á malarvöllinn við Löngulág þar sem mikill bálköstur logaði glatt. Tröllin heilsuðu upp á unga fólkið, sem var mishrifið, en þarna verða til minningar sem munu lifa með krökkunum fram á fullorðinsaldur. Allt gekk að óskum og að brennunni lokinni héldu Grýla og hennar hyski til síns heima í Helgafelli og eru ekki væntanleg aftur fyrr en að ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar