Fyrstu lömbin

Jónas Erlendsson

Fyrstu lömbin

Kaupa Í körfu

Ærin Nellý borin tveimur lömbum, lamba kóngur og drottning. E Vorið snemma á ferð í Fagradal og Nellý bar tveimur lömbum Ég veit ekki hvort þetta er fyrirboði góðrar tíðar en ég vona bara að allt verði tvílembt,“ segir Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal í Mýrdal. Þegar Jónas kom í fjárhúsin í gærmorgun hafði ærin Nellý borið tveimur lömbum, lambakóngi og -drottningu. Faðir lambanna er hrúturinn Austri frá Borgarfelli. „Vorið er óvenjusnemma á ferðinni í ár en þetta gerist stundum,“ segir Jónas sem segir að þessi lömb séu afrakstur frjálsra ásta úti á túni síðasta haust sem heimilisfólk sá til. „Við vissum að hún ætti að koma núna af því við sáum til hennar í haust. Það var bara þessi eini hrútur með henni svo það fór ekkert á milli mála hver faðir lamb- anna er. Þetta var 28. október og því vorum við búin að taka hana frá og hún var vöktuð.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar